Ómótstæðilegur lax með fetaosti og dásemdar salati

Gómsætur lax með fetamulningi og geggjuðu salati.
Gómsætur lax með fetamulningi og geggjuðu salati. mbl.is/Columbus Leth

Við heilsum þessari dásamlegu uppskrift sem er hreint út sagt ómótstæðileg. Bakaður lax með fetamulningi og fersku brómberjasalati – þar sem stökkar hneturnar eru frábærar á móti mjúkum berjunum.

Bakaður lax með fetamulningi og dásemdar salati

 • 650 g lax
 • ½ púrrlaukur
 • Steinselja
 • 100 g fetakubbur
 • 1 msk. ólífuolía
 • 1 msk. sítrónusafi
 • salt og pipar

Brómberjasalat:

 • 75 g spínat
 • ferskt basil
 • 1 rauðlaukur
 • 125 g brómber
 • 30 g ristaðir heslihnetukjarnar
 • 50 g fetakubbur
 • 4 msk. ólífuolía
 • 2 msk. balsamikedik
 • 1 msk. hunang
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn 200°C. Klæðið eldfast mót með álpappír og leggið laxinn þar ofan á.
 2. Saxið púrlauk og steinselju. Stappið fetakubbinn og blandið saman við ólífuolíu, sítrónusafa og kryddjurtirnar – saltið og piprið eftir smekk.
 3. Dreifið fetablöndunni yfir laxinn og bakið í ofni í 20 mínútur.
 4. Brómberjasalat: Skerið rauðlaukinn í þunnar skífur. Hakkið hneturnar gróflega. Pískið olíu, edik og hunang saman í skál og kryddið með salti og pipar.
 5. Blandið spínati, basilikum og rauðlauk saman í skál og veltið upp úr dressingunni.
 6. Setjið salatið í skál og toppið með brómberjum, hnetum og muldum fetakubbi.
 7. Berið fram með góðu brauði.
mbl.is