Svalasta kaffihús veraldar opnar í London

mbl.is/Fendi

Royalistar, fagurkerar og almennt smekkfólk má nú formlega taka tryllinginn því ítalska tískuhúsið Fendi hefur opnað kaffihús á fimmtu hæð Harrod´s verslunarinnar í Lundúnum og eru smartheitin slík að annað eins hefur ekki sést.

Kaffihúsið er hannað af listamanninum Joshua Vides sem er orðinn heimsfrægur eftir að hafa birt myndir af götulist sinni á Instagram. Á einungis tveimur árum er hann orðinn eitt stærsta nafnið á sínu sviði og má segja að Fendi föngulegheitin séu eðlilegt þróun á annars frábærum ferli.

Huggulegheitin ríða ekki við einteyming á kaffihúsinu og allt er merkt með einkennismerki Fendi, meira að segja maturinn sem er fram úr hófi huggulegur.

Þeir sem ætla að gera sér ferð þangað eru vinsamlegast beðnir um að taka mynd og myllumerkja með matur.a.mbl takk fyrir kærlega en þið verðið að drífa ykkur því kaffihúsið er eingöngu opið til 31. ágúst.

mbl.is/Fendi
mbl.is/Fendi
mbl.is/Fendi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert