Grillað bananasplitt með berjum

Grillaðir bananar eru uppáhald flestra krakka og afar einfaldir í …
Grillaðir bananar eru uppáhald flestra krakka og afar einfaldir í framkvæmd. mbl.is/Anders Schønnemann

Hvernig væri að gleðja krakkana og skella nokkrum bönunum á grillið í góðviðrinu. Hér er uppskrift að grilluðum bönunum sem fylltir eru með sukkulaði, kremi og ferskum berjum. Svo einfalt en samt svo gott.

Grillað bananasplitt með súkkulaði (fyrir 4)

Krem:

  • 2 tsk. vanillsykur
  • 1 msk. hunang
  • 2 dl skyr

Bananar:

  • 4 þroskaðir bananar
  • 80 g dökkt súkkulaði
  • Ristaðar heslihnetur
  • Fersk ber

Aðferð:

  1. Krem: Hrærið vanillusykur, hunang og skyr saman.
  2. Bananar: Grillaðu bananana á heitu grilli, sirka 8-15 mínútur (fer eftir því hvað grillið er heitt). Leyfðu þeim að verða alveg svartir og mjúkir.
  3. Hakkið súkkulaðið gróflega.
  4. Skerið í mjúka bananana og fyllið þá með súkkulaði, kremi, hnetum og ferskum berjum.
  5. Berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert