Kjúklingurinn sem lætur þig gleyma stund og stað

Hunang og soya, eða sykur og salt, eru fullkomnar bragðblöndur eins og við þekkum. Það útskýrir til dæmis af hverju við elskum saltkaramellu og osta með rifsberjahlaupi.

Þessi magnaða blanda er hér notuð sem marinering á kjúklingalæri og útkoman er alveg upp á tíu. Það er Berglind Guðmunds á GRGS sem á þessa uppskrift.

Hunangs- og soya-kjúklingaspjót

  • 800 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
  • 1 dl hunang
  • 50 ml soya-sósa, t.d. frá Blue Dragon
  • 50 ml vatn

Aðferð:

1. Skerið kjúklingalærin í bita.

2. Hitið hunang, soya-sósu og vatn saman í potti við vægan hita. Látið malla í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

3. Þræðið kjúkling upp á litla teina eða klippið þá til þannig að þeir komist fyrir á pönnu.

4. Hellið sósunni á pönnuna og hitið við vægan hita. Veltið kjúklingnum í sósunni á meðan kjúklingurinn eldast eða í um 8-10 mínútur.

5. Takið kjúklingaspjótin af pönnunni og hellið afgangssósunni yfir kjúklinginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert