Albert mætti í kaffiboð til Ásthildar bæjarstjóra

Pavlóvan var einstaklega vel heppnuð.
Pavlóvan var einstaklega vel heppnuð. mbl.is/Albert Eiríksson

Það verður seint logið upp á hann Albert Eiríksson sem gerir nú víðreyst um landið ásamt fríðu föruneyti og tekur hús hjá skemmtilegu fólki.

Nú síðast fór hann í mat til Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri og eiginmanns hennar og var vel tekið á móti gestunum.

Boðið var upp á dýrindis pavlóvu og síðan þetta salat sem ku vera algjört sælgæti.

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Sumarsalatið góða.
Sumarsalatið góða.
Salat bæjarstjórans
 • Salatblöð (blanda af spínati, lollorosso, boston lettuce, basil og steinselju)
 • pikkolotómatar (einn baukur)
 • 2 avokado
 • einn pakki sykurbaunir (steiktar léttilega á pönnu)
 • grilluð paprika (og hýðið tekið af á eftir)
 • lúka bláber
 • lúka baunaspírur
 • 1/2 granatepli
 • nokkur jarðaber
 • 500 g kjúklingabringur kryddaðar með tandoorikryddi og steiktar í olíu á pönnu.
 • Hnetur yfir.

Dressing: olía, balsamedik, dijon sinnep, hunang, salt og pipar. Þeytt saman.

mbl.is/Albert Eiríksson
Ásthildur er að sögn Alberts framúrskarandi gestgjafi.
Ásthildur er að sögn Alberts framúrskarandi gestgjafi.
mbl.is