Drykkurinn sem þykir betri en Aperol spritz

Hefur þú smakkað Amara-spritz?
Hefur þú smakkað Amara-spritz? mbl.is/punchdrink.com

Hafið þið heyrt um Amara spritz; drykkinn sem Ítalir bera fram í stað hins sívinsæla Aperol spritz, sem slegið hefur öll sölumet á börum bæjarins síðustu misseri.

Það fer ekkert á milli mála að einum vinsælasta instagramdrykk síðari ára hefur verið skipt út fyrir annan sem þykir vera betri en hinn neonliti Aperol sem við þekkjum svo vel. Drykkurinn kallast Amara spritz.

Við höfum fundið uppskriftina og hún er alveg jafn einföld og við þekkjum frá fyrri drykknum – og ef eitthvað er, þá er þessi alls ekki síðri á bragðið.

Amara spritz

  • Amara-líkjör
  • tónik
  • klaki
  • blóðappelsínur

Aðferð:

  1. Fylltu glas með klaka og blandaðu Amara-líkjör og tónik út í – smakkaðu þig til hversu sterkan þú vilt hafa drykkinn.
  2. Skreyttu með blóðappelsínum.
Amara líkjörinn er notaður í drykknum sem þykir frískandi og …
Amara líkjörinn er notaður í drykknum sem þykir frískandi og jafnvel betri en Aperol-spritz. mbl.is/enoteca.com.au
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert