Svona borðar þú minna án þess að finna fyrir hungri

Það getur verið afar freistandi að fá sér litla ábót af góðum rétti við kvöldverðarborðið – en því miður getur það líka haft miður góð áhrif því það er fátt óþægilegra en að borða yfir sig. Þú getur vanið þig á að borða minna, þú þarft bara að venja þig á að borða hægar, sem virðist vera stóra leyndarmálið í þessu öllu saman, og neyta matarins í góðum félagsskap.

  • Útbúðu matinn þinn þannig að hann samanstandi af 10-15 litlum hlutum, t.d. litlum rúgbrauðssneiðum með mismunandi áleggjum ásamt rúsínum, avocado, hálfum tómati o.s.frv. á hliðarlínunni.
  • Settu matinn þinn á tvo diska og notaðu eitt stórt glas til að drekka úr.
  • Farðu aðeins yfir það á hvaða rétti þú ætlar að byrja og svo koll af kolli.
  • Sittu á móti þeim sem þú borðar með og haldið augnsambandi á meðan þið njótið máltíðarinnar. Borðið mjööög hægt og talið saman á meðan borðað er.
  • Best er að tyggja matinn hægt og vera vakandi yfir því hvernig maturinn smakkast. Ræddu við þann sem þú borðar með hvernig maturinn smakkast áður en haldið er áfram í næsta rétt.

Svo er auðvitað alltaf hið skothelda ráð að setja bara það á diskinn sem þú ætlar að borða og ekki bita í viðbót. Mesta hættan er að vera með of mikinn mat á borðinu því það er svo auðvelt að freistast til þess að fá sér ábót  sem við sjaldnast þurfum af því að við erum svöng.

Hversu mikið er nóg þegar kemur að mat?
Hversu mikið er nóg þegar kemur að mat? mbl.is/flo.health.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert