Dýrasta afmæliskaka veraldar?

Fimmtug og fanta flott!
Fimmtug og fanta flott! mbl.is/Variety

Það er lyginni líkast að söngdívan Jennifer Lopez sé orðin fimmtug en hún hélt upp á afmælið sitt nú á dögunum og bauð upp á eina glæsilegustu (og örugglega dýrustu) köku sem við höfum séð.

Veislan var haldin á óðalssetri í eigu Gloria Estefan á Miami. Afmæliskakan vakti ómælda athygli og var hvorki meira né minna en 10 hæðir og skreytt 24 karata ætu gulli ásamt Swarovski kristöllum. Það var Divine Delicacies sem bakaði kökuna sem kostaði litlar 1,2 milljónir og þurfti 5 menn til að bera kökuna inn í hús.

Gestalistinn var í takt við veisluhöldin og voru um 250 manns í veislunni, stjörnur á borð við DJ Kahled, Ryan Seacrest, Ashanti og fleiri. Stanslaus skemmtiatriði og flugeldasýning var um kvöldið, en toppurinn var afmælisgjöfin frá verðandi eiginmanni JLo, Alex Rodriguez's – eða eldrauður Porsche 911 GTS blæjubíll að verðmæti 140.000 dollara. Til hamingju með afmælið Díva Lopez!

Afmæliskaka á 10 hæðum og klædd 24 karata gulli.
Afmæliskaka á 10 hæðum og klædd 24 karata gulli. mbl.is/Alainasos Instagram Story
mbl.is/Alainasos Instagram Story
mbl.is/Anitakarolina Instagram Story
mbl.is