Nýjasta SodaStream tækið seldist upp á korteri

Tækið heitir Tori til heiðurs Tori Spelling sem lék Donnu …
Tækið heitir Tori til heiðurs Tori Spelling sem lék Donnu Wilson í Beverly Hills 90201. mbl.is/SodaStream

SodaStream hefur sett á markað í takmarkaðan tíma SodaStrem tæki sem það kallar Tori - til heiðurs Tori Spelling sem lék Donnu Martin í Beverly Hills 90201 á sínum tíma. Tækið hreinlega öskrar á tíunda áratuginn og er svo svalt að það er leitun að öðru eins.

Tækið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og seldist upp á örskotsstundu. Von er á nýrri framleiðslu sem verður sett í sölu í takmarkaðan tíma og er þannig að þeir sem hyggja á að fjárfesta í þessum demanti verða að hafa hraðar hendur en hægt er að skoða tækið nánar HÉR.

Tækið er óður til tíunda áratugarins.
Tækið er óður til tíunda áratugarins. mbl.is/SodaStream
mbl.is