Besta leiðin til að brjóta egg

mbl.is/moyerschicks.com

Flest okkar brjóta egg einfaldlega með því að berja þeim laust á skálarbrúnina nú eða á pönnuna. En vandamálið er að þá á skurnin það til að koma með og það er ekki það sem við viljum.

Samkvæmt sérfræðingunum er best að brjóta egg á flötu yfirborði og aðskilja það svo yfir skálinni eða pönnunni. Einfalt ráð sem allir ráða við.

mbl.is