Besta ráðið gegn „slysum“ í bílnum

Það er gaman að rúnta um fallega landið okkar - …
Það er gaman að rúnta um fallega landið okkar - en á löngum bílferðum geta minniháttar "slys" á sér stað. mbl.is/Shutterstock

Nú þegar hálf þjóðin er á heimleið eftir hátíðarhöld helgarinnar má fastlega búast við að einhverjum líði ekkert alltof vel. En hvernig er best að tækla það ef einhver kastar upp í bílnum?

Best er auðvitað að vera viðbúinn og vera með blautþurrkur og poka við hendina. Þetta þekkja foreldrar sem eiga bílveik börn. Ef að slys verður skal þurrka allt upp eins hratt og kostur gefst með blautþurrku til að koma í veg fyrir að lyktin æri mannskapinn.

Síðan er kúnstin að koma í veg fyrir að lyktin setjist í bifreiðina og því er best að þrífa með lyktarlausum efnum eða edikblöndu. Munið að það gæti þurft nokkrar umferðir til að ná lyktinni alveg úr en þetta ætti að hafast.

Að því sögu óskar Matarvefurinn ykkur öruggrar heimferðar.

mbl.is/Thinkstock
mbl.is