Matvæli sem þú átt alls ekki að borða fyrir svefn

Það þarf ekki að segja okkur það tvisvar hvaða matur sé góður og oft og tíðum freistandi. En það er þó ekki þar með sagt að allur matur sé góður fyrir svefninn.

Beikon er stökkt og ljúffengt, en inniheldur efnið tyramin sem mun halda fyrir þér vöku. Slepptu beikoni fyrir svefninn því þú vilt frekar ná góðri afslöppun nema þú þurfir að rífa þig í gang og halda þér vakandi út nóttina.

Ostar á borð við cheddar, parmesan, gouda og brie innihalda einnig tyramin eins og beikon, og því ekki ráðlagt fyrir svefninn. Borðaðu frekar ferska osta eins og t.d. ricotta.

Dökkt súkkulaði er unaðslegt en inniheldur að sama skapi koffín sem við þekkjum vel úr kaffinu. Því dekkra sem súkkulaðið er, því meira er koffíninnihaldið.

Áfengi getur mögulega hjálpað til við að sofna fljótt en að sama skapi verður svefninn oft slitróttur og þú munt vakna daginn eftir þreyttari en áður. Jafnvel þótt þú hafir sofið í 8 tíma.

Vel kryddaður og sterkur matur getur fengið blóðið til að hlaupa af stað og ágætt inn á milli. En alls ekki fyrir háttatíma.

Brokkolí er frábært á alla kanta en getur valdið uppþembu vegna trefjainnihaldsins.

Vel elduð steik er vel þegin á borðið – þó ekki of nálægt svefntíma. Kjöt inniheldur hátt próteinmagn og fitu svo meltingarfærin fara á fullt.

Tómatar eru dásamlegir og ferskir en geta veitt ertingu í …
Tómatar eru dásamlegir og ferskir en geta veitt ertingu í hálsinn út af sýruinnihaldinu sem finnst í tómötum. Og það getur haft áhrif á svefninn. Borðaðu frekar epli og þú munt fá fullt af vítamínum fyrir svefninn. mbl.is/idenyt.dk
mbl.is/idenyt.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert