Vínrekki sem þykir sjúklega smart

Vínrekkanum frá Stact má raða saman að vild og kemur …
Vínrekkanum frá Stact má raða saman að vild og kemur vel út í eldhúsinu. mbl.is/Stact

Loksins fundum við smartan vínrekka sem við gætum hugsað okkur á vegginn. Hingað til hafa okkur þótt vínrekkar ekki vera neitt sérstaklega heillandi þannig að við séum að sækjast eftir þeim. En einhvers staðar verða flöskurnar að vera!

Þessi er frá fyrirtæki sem heitir STACT og býður upp á þá möguleika að blanda nokkrum saman að vild. Þá mismunandi litir, áferð og annað. Rekkarnir hafa verið vinsælir hjá veitingarhúsum en eru ekki síður fyrir heimili.

Hver plata kemur með plássi fyrir 9 flöskur, svo það er auðvelt að bæta við og púsla saman eftir þínum þörfum. Margar flöskur hafa það fallega ásjónu að þær verða að fá sitt pláss uppi við en ekki bak við lokaðan skáp.

mbl.is/Stact
mbl.is/Stact
mbl.is