Sarah Jessica Parker með nýtt gæðavín

Sex and the City stjarnan Sarah Jessica Parker er að …
Sex and the City stjarnan Sarah Jessica Parker er að landa nýju víni í september. mbl.is/Invivo & Co.

Sjónvarpsstjarnan Sarah Jessica Parker fetar nú nýjar slóðir, en hún tilkynnti á Instagram-síðu sinni að fyrstu flöskurnar af „Invivo X, Sarah Jessica Parker Sauvignon Blanc“, muni koma í hillurnar í september.

Sarah smakkaði að sjálfsögðu úr fyrstu flöskunni og lýsti ánægju sinni og hrifningu yfir vel heppnuðu verkefni með vínframleiðandanum Invivo & Co, sem kemur frá Nýja-Sjálandi. Vínið á rætur sínar að rekja til hins þekkta vínhéraðs Sauvignon Blanc Marlborough.

Nafnið á víninu er einnig dálítið sérstakt „X, SJP“ og það ekki að ástæðulausu því Sarah endar öll tölvupóstsamskipti með þessari undirskrift – X, SJP. Hún málaði einnig X-ið sjálf sem prýðir flöskurnar.

Vínið sem væntanlegt er 18. september mun vera fáanlegt í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Japan, Kanada, Bretlandi, Írlandi og Hong Kong. Svo ef einhver á leið þar um, má sá hinn sami kippa einni flösku með handa okkur til að smakka. En fleiri víntegundir undir hennar nafni eru væntanlegar strax á næsta ári.  

mbl.is/Instagram
mbl.is