Lífsbætandi kjúklingalasagna

Ertu í leit að hamingjunni? Hún er hér - í …
Ertu í leit að hamingjunni? Hún er hér - í þessu lasagna. mbl.is/Line Falck

Hamingjan liggur í þessu dásamlega lasagna með kjúklingi, sveppum og spínati – svo einfalt er það. Þessi útfærsla af lasagne mun veita ómælda hamingju við matarborðið.

Hamingjulasagna með kjúklingi

  • 1 laukur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Handfylli rósmarín
  • 500 g sveppir
  • 250 g ferskt spínat
  • 250 g ferskar lasagnaplötur

Bechamel-sósa:

  • 60 g smjör
  • 60 g hveiti
  • 1 lítri mjólk
  • 175 g riftinn Emmental-ostur
  • 2 msk. gróft sinnep
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið kjúklinginn í potti í vatni í 15 mínútur. Takið hann upp úr og rífið í sundur.
  2. Bræðið smjör í potti og setjið hveiti út í og hrærið í. Bætið mjólkinni saman við smátt og smátt á meðan þið hrærið í og látið suðuna koma upp .
  3. Takið sósuna af hitanum þegar hún byrjar að hitna og bætið ostinum saman við. Smakkið til með sinnepi, salti og pipar. Geymið sósuna í pottinum.
  4. Saxið lauk og hvítlauk smátt og steikið upp úr olíu á pönnu. Kryddið með salti, pipar og rósmarín.
  5. Skerið sveppina í bita og steikið á pönnunni. Setjið spínatið út á pönnuna og blandið vel saman. Bætið kjúklingnum saman við og smakkið til með kryddi.
  6. Hitið ofninn í 200°C og smyrjið eldfast mót.
  7. Setjið sveppablöndu í botninn og því næst bechamel-sósu og svo lasagnaplötur. Gerið til skiptis og endið á sósu.
  8. Bakið í ofni í 35 mínútur. Leggið jafnvel álpappír yfir réttinn undir lokin ef hann er farinn að brúnast of mikið. Látið hvíla í nokkrar mínútur áður en borinn fram.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert