Trylltar kjötbollur með mozzarella

Kjötbollur eru alltaf í uppáhaldi og þessi uppskrift er geggjuð.
Kjötbollur eru alltaf í uppáhaldi og þessi uppskrift er geggjuð. mbl.is/Frederikkewærens.dk

Kjötbollur ættu að vera fastur liður einu sinni í viku. Þessar bollur eru svo góðar að við gefum okkur það bessaleyfi að lýsa þeim sem trylltum!

Trylltar kjötbollur í ofni með pasta

Kjötbollur:

 • 500 g nautahakk
 • ferskt timían
 • 1 tsk. hvítlaukssalt
 • 1 tsk. paprikukrydd
 • salt og pipar
 • smjör til steikingar

Tómatsósa:

 • 2-3 stór hvítlauksrif, marin
 • 2 stórir laukar, saxaðir
 • 2 tómatar í dós
 • ferskt oregano
 • salt og pipar

Annað:

 • 2 mozzarella-kúlur
 • Pasta

Aðferð:

 1. Kjötbollur
 2. Blandið kjötinu saman við önnur hráefni og mótið í litlar bollur. Þú ættir að ná 24 bollum. Steikið bollurnar á pönnu með smjöri þar til gegnumsteiktar. Leggið bollurnar til hliðar á disk.

Tómatsósa

 1. Notið sömu pönnu  og þú steiktir kjötbollurnar á og steikið lauk og hvítlauk.
 2. Hellið tómötunum út á pönnuna ásamt oregano og smakkið til með salti og pipar. Látið tómatsósuna malla á meðan þið hitið ofninn í 200° á blæstri.
 3. Setjið kjötbollurnar út á pönnuna með tómatsósunni og hellið síðan í eldfast mót.
 4. Rífið mozzarella-kúlurnar í bita og dreifið yfir réttinn.
 5. Bakið í ofni í 20 mínútur þar til osturinn er gylltur.
 6. Berið fram með pasta.
mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is