Búið að velja næsta Bocuse d´Or keppanda Íslands

Paul Bocuse.
Paul Bocuse. AFP

Það ríkir ætíð mikil eftirvænting eftir því hver valinn er fyrir Íslands hönd til að keppa í hinni virtu keppni Bocuse d´Or en Evrópuforkeppnin verður haldin í Tallinn á Eistlandi í júní á næsta ári. 

Það er enginn annar en Sigurður Laufdal, yfirmatreiðslumaður á Grillinu sem varð fyrir valinu að þessu sinni en hann mun etja kappi við yfir 20 önnur lið um sætin tólf í aðalkeppninni sem fram fer í Lyon í Frakklandi í janúar 2011.

Sigurður, sem vann keppnina Kokkur Ársins 2011 og náði fjórða sæti í Bocuse d´Or Europe 2012 og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttin. Sigurður landaði svo 8. sætinu í lokakeppnini í Lyon 2013.

Sigurður hefur starfsað á mörgum af flottustu veitingastöðum norðurlanda þar má nefns t.d. Geranium sem skartar 3 Michelin stjörnum. Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmenn eru Gabríel Bjarnasson og Sigþór Kristinsson.

GÓÐUR ÁRANGUR ÍSLENSKRA KEPPENDA Í BOCUSE D´OR

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

Sigurður Laufal keppir í annað skipti í keppnninni.
Sigurður Laufal keppir í annað skipti í keppnninni. mbl.is/Karl Peterson
mbl.is