Grænkerar flykkjast í Hafnarfjörðinn

Thinkstock

Samtök grænkera á Íslandi munu halda sína árlegu hátíð, Vegan Festival, á Thorsplani í Hafnarfirði í dag.

Á svæðinu verða matarvagnar með fjölbreyttan skyndimat og annað til sölu. Af öðru matarkyns má til dæmis nefna að það verður kaffibás, fæðubótaefni, ofurfæða, súrkál og sveppir á svæðinu. Að auki verður vegan-listafólk að sýna og selja list og svo verður eitthvað af umhverfisvænum vörum til sölu líka, segir í fréttatilkynningu.

Einnig verður fræðsla og upplýsing frá Sea Shephard, Anonymous for the Voiceless og Samtökum grænkera á Íslandi. Bróðir Big mun mæta á svæðið og spila tónlist. Þá verður ísbíllinn til staðar og býður upp á vegan-ís.

Vegan-búðin, sem er í næsta nágrenni, verður opin og bakaríið í Firðinum mun bjóða upp á úrval vegan-vara þennan dag.

Thinkstock
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »