Keppt um bestu brauðterturnar

Brauðtertugerð er mikil listgrein og vinsæl meðal Íslendinga.
Brauðtertugerð er mikil listgrein og vinsæl meðal Íslendinga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinsælasta brauðtertufélag landsins, Brauðtertufélag Erlu og Erlu, efnir til samkeppni á Menningarnótt. Keppt verður í þremur flokkum; fallegusta, frumlegasta og bragðbesta brauðtertan og verða verðlaun veitt í hverjum flokki.

Brauðtertuáhugi þjóðarinnar er gríðarlega mikill og miðað við hversu duglegt fólk er að birta myndir af majóneshúðuðum afrekum sínum á samfélagsmiðlum má búast við mikilli þáttöku og frábærri stemningu.

Listakonurnar Tanja Levý og Valdís Steinarsdóttir halda viðburðinn í samstarfi við Brauðtertufélagið og fer keppninn fram í Listasafni Reykjavíkur frá kl. 14-16 á menningarnótt og er öllum heimil þáttataka. Hægt er að nálgast viðburðinn HÉR.

Auglýsingin fyrir viðburðinn er vígaleg.
Auglýsingin fyrir viðburðinn er vígaleg.
mbl.is