Ketó-kallinn gefur út bók - missti rúmlega 20 kíló

Eins og sjá má er töluverður munur á Guido eftir …
Eins og sjá má er töluverður munur á Guido eftir að hann tók mataræðið í gegn. mbl.is/

Þeim sem fylgdust með endurkomu Jersey Shore-þáttanna á skjáinn í fyrra rennur sjálfsagt seint úr minni ketó-kúrinn sem Vinny Guadagnino var á og hversu hugleikinn kúrinn var honum. Svo mjög reyndar að það var sama í hvaða ástandi Guadagnino var - alltaf passaði hann mataræðið. Meira að segja vel við skál sat hann með pítsu í fanginu og plokkaði pepperóní og ostinn af en lét kolvetnaríkt brauðið eiga sig.

Í heildina léttist Guadagnino um rúm tuttugu kíló og nú ætlar hann að gefa út bók um mataræðið ásamt matarplaninu sem hann fór eftir.

Enginn þarf að efast um að þessi bók verður meistarastykki enda Guadagnino eða Guido eins og hann er kallaður, með skemmtilegri mönnum og gekk hann undir nafninu Keto Guido eða Ketó-kallinn eins og við höfum ákveðið að þýða það.

.

mbl.is/
mbl.is