Heitasta hreinsiefnið í dag: Majónes

mbl.is/

Hvern hefði grunað að majónes væri heitasta hreinsiefnið í dag? Það er þó ekki heppilegt til allra þrifa en hér eru nokkrar leiðir til að þrífa með majónesi sem fáa hefði grunað.

Rispur í viðargólfi. Rispur á parketi geta verið andstyggilegar en samkvæmt þessu er majónes málið. Byrjaðu á að þrífa svæðið sem þarf að laga með sápu og síðan skal setja majónes ríflega yfir rispurnar og láta standa yfir nótt. Síðan skal þurrka majónesið af morguninn eftir og gólfið verður eins og nýtt.

Vatnsblettir á húsgögnum. Hver kannast ekki við leiðindavatnsbletti á borðum og húsgögnum. Það eina sem þú þarft að gera er að setja majónes á eldhúspappír og strjúka yfir blettinn. Láttu standa í klukkutíma eða svo og þurrkaðu svo majónesið burt og bletturinn hverfur.

Losnaðu við límið. Olían í majónesi getur gert kraftaverk við að leysa upp límleifar af krukkum og þess háttar. Settu á límið, láttu standa í tuttugu mínútur og strjúktu svo af með blautum klút.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert