Best geymda leyndarmál IKEA

Ótrúlega fallegt eldhús og möguleikarnir eru endalausir.
Ótrúlega fallegt eldhús og möguleikarnir eru endalausir. mbl.is/IKEA

Öll vitum við að IKEA er með puttann á púlsinum þegar kemur að heitustu tískustraumunum. Yfirleitt er þó sænski risinn á fremur öruggum slóðum og litar ekki mikið útfyrir. Það héldum við að minnsta kosti þar til það rann upp fyrir okkur hversu mikil gargandi snild grænu BODBYN framhliðarnar eru.

Hér erum við að dala um djúpan frumskógargrænan sem er í senn svo brjálæðislega virðulegur en samt svo villtur. Fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu hafa dökkgræn eldhús verið að slá í gegn og hið sænska BODBYN passar fullkomlega í þann flokk.

Ef leitað er að myndum af því á netinu er enn ekki mikið að finna en við spáum því að það muni breytast von bráðar.

mbl.is/IKEA
mbl.is