Grillaður Brie-ostur

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Grillaður ostur er með því dásamlegra sem hægt er að gæða sér á og þessi uppskrift er ein af þessum sem valda engum vonbrigðum. Það er Berglind Hreiðarsdóttir á Gotterí.is sem á heiðurinn að henni.
Grillaður Brie-ostur
  • 1 stk. Dala Brie
  • 2 litlar ferskjur skornar í teninga
  • 1 lúka bláber
  • 2 msk. söxuð fersk basilika
  • 3 msk. sýróp
  • Balsamik-gljái

Aðferð:

1 . Leggið ostinn beran á vel heitt grillið í um 2 mínútur.

2. Snúið ostinum við og leggið á álpappír/ílát sem þolið grillhitann og setjið vel af ferskjum/bláberjum ofan á hann, lokið og grillið í 2 mínútur til viðbótar.

3. Takið af grillinu, hellið sýrópi og balsamik-gljáa yfir og að lokum stráið þið basilikunni yfir.

4. Berið fram með góðu kexi.

mbl.is