Morgunmatur sem gerir lífið betra

Egg og brauðstangir ættu að setja línurnar fyrir daginn.
Egg og brauðstangir ættu að setja línurnar fyrir daginn. mbl.is/Columbus Leth

Stundum þarf ekkert að flækja hlutina of mikið. Egg eru frábær til að hefja daginn á og gefa manni fullt af orku inn í daginn. Hér eru þau linsoðin og borin fram með pönnuristuðum brauðstöngum og truffluolíu. En þess má geta að brauðstangir eða „hugrakkir hermenn“ eins og þær eru kallaðar, sjást daglega við morgunverðarborðið á Englandi.

Linsoðin egg með stökkum brauðstöfum (fyrir 4)

  • 4 egg
  • 4 brauðsneiðar
  • 20 g smjör
  • 1 msk. truffluolía
  • Salt og pipar 

Aðferð:

  1. Sjóðið eggin í 5½ mínútu.
  2. Skerið brauðið í þunna stafi og steikið það upp úr smjöri á pönnu þar til þeir verða stökkir.
  3. Dreypið truffluolíu yfir og kryddið með salti og pipar.
  4. Berið fram linsoðin egg með stökkum brauðstöngum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert