Ást við fyrstu sýn í stórmarkaði

Það var ást við fyrstu sýn í stórmarkaðinum Publix í …
Það var ást við fyrstu sýn í stórmarkaðinum Publix í Flórída. mbl.is/Jennifer Goodlet Photography

Hver trúir ekki á ást við fyrstu sýn? Hér erum við með litla ástarsögu sem byrjaði í stórmarkaðinum Publix í Flórída fyrir þremur árum.

Alexandra Darch og Dylan Smith hittust fyrst fyrir þremur árum, er hún starfaði á kassa í versluninni Publix og hann í grænmetisdeildinni. Það var ást við fyrstu sýn, þar sem þau kolféllu fyrir hvort öðru er þau hittust, og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Í fyrstu reyndi Alexandra að fá allar kvöldvaktirnar til að geta lokað búðinni á kvöldin og verið nálægt Dylan á meðan hann undirbjó grænmetið fyrir næsta dag.

Þar sem skötuhjúin hittust fyrst og urðu ástfangin í Publix fannst þeim vel við hæfi að taka trúlofunarmyndirnar þar inni líka, en ljósmyndarinn Jennifer Goodlet sá um myndatökuna. Myndatakan fór fram að kvöldi til á meðan verslunin var opin og ráku nokkrir viðskiptavinir upp stór augu á meðan þeir teygðu sig í mjólkurpott.

Brúðkaupið verður haldið í janúar á næsta ári og verður kakan til að mynda úr bakarínu frá Publix - en ekki hvað? 

Alexandra og Dylan ákváðu að taka trúlofunarmyndirnar sínar í Publix …
Alexandra og Dylan ákváðu að taka trúlofunarmyndirnar sínar í Publix þar sem hjörtu þeirra fundu hvort annað. mbl.is/Jennifer Goodlet Photography
mbl.is/Jennifer Goodlet Photography
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert