Ómótstæðilegt focaccia með óvæntri fyllingu

Þetta focaccia brauð er alveg geggjað!
Þetta focaccia brauð er alveg geggjað! mbl.is/Betina Hastoft

Við elskum óvæntar uppákomur og það er nákvæmlega það sem gerist hér í þessari uppskrift. Grillað focaccia brauð með ferskjum og rósmarín var ekki það sem við héldum að myndi stela senunni í dag.

Focaccia með óvæntri fyllingu

  • 20 g ger
  • 2,5 dl volgt vatn
  • 1 tsk salt
  • 100 g manitoba hveiti (eða annað gróft hveiti)
  • 275 g tipo 00 hveiti (eða annað gott hveiti)
  • 2 ferskjur
  • 1 mozzarellakúla
  • Ferskt rósmarín
  • Flögusalt
  • Ólífuolía

Aðferð:

  1. Hrærið gerið út í volgt vatn og bætið við salti og manitoba hveitinu. Setjið hveitið út í smátt og smátt og hnoðið varlega saman þar til það verður slétt og fínt. Látið hefast í skálinni í 1 tíma.
  2. Hnoðið aðeins aftur í deiginu og fletjið það svo út þannig að það sé jafn þykkt allsstaðar.
  3. Stráið hveiti á bökunarplötu eða bökunarstein (bökunarpappír mun brenna).
  4. Skerið ferskjurnar í báta og ýtið þeim ofan í deigið með höndunum. Rífið mozzarella kúluna niður og dreifið yfir deigið. Stráið rósmarín og salti yfir og dreypið ólífuolíu yfir allt. Látið hefast í 30 mínútur.
  5. Setjið bökunarsteininn á rist inn í ofn eða á grillið – sirka 225°C.
  6. Bakið í 15-20 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert