Þrjú trix sem munu hjálpa til við þrifin

Það er gott að vera skipulagður í kringum þrifin - …
Það er gott að vera skipulagður í kringum þrifin - það auðveldar heilan helling og sparar tíma. mbl.is/iStock

Það þarf ekki meira en þessi þrjú skotheldu ráð til að ýta undir heimilisþrifin. Því flest okkar sækjumst eftir að hafa heimilið hreint þó að við séum ekki alltaf til í að leggja vinnuna á okkur.

To-do listinn
Skipulag er það besta í þrifum, þá ganga hlutirnir hraðar fyrir sig og maður snýst ekki í hringi með hvað eigi eftir að gera o.s.frv. Útbúðu „to-do“ lista yfir það sem þarf að gera, þannig heldur þú yfirsýn yfir hvað sé eftir í hverju rými fyrir sig.

Gaktu beint í verkin
Þegar listinn er tilbúinn þá er ekki eftir neinu að bíða og taka til hendinni. Best er að byrja á svefnherbergjunum, því næst stofunni, eldhúsi og enda á baðherberginu.

Notaðu mild efni

  • Það er auðvelt að nota búðarkeypt efni, en bestu hreinsiefnin gætir þú fundið í eldhúsinu.
  • Blettir á bökunarplötunni fljúga af með 1 tsk af lyftidufti og 1 lítra af sjóðandi heitu vatni. Látið standa þar til blettirnir losna.
  • Lyftiduft er einnig frábært við þrif á eldhús- og baðherbergis vöskum. Settu lyftiduft í rakann klút og nuddaðu vaskinn á erfiðum stöðum.
  • Ein önnur aðferð með lyftidufti er að strá þunnu lagi yfir rúmdýnuna til að losna við svitalykt sem þar myndast. Látið standa í nokkra tíma og ryksugið svo af.
  • Sítrónu má nota sem kalkleysi. Blandið jafnmiklu af sítrónusafa á móti lyftidufti og þú frð blöndu sem sem þrífur allt kalk bak og burt.
Verkefnalisti yfir það sem gera þarf er stórsniðugt áður en …
Verkefnalisti yfir það sem gera þarf er stórsniðugt áður en við tökum upp tuskuna. mbl.is/iStock
mbl.is