Haustnýjungar í eldhúsið frá Søstrene Grene

Þessi hilla mun eflaust verða metsöluvara. Einstaklega stílhrein með mjóa ...
Þessi hilla mun eflaust verða metsöluvara. Einstaklega stílhrein með mjóa messingstöng til að halda dótinu stöðugu. Þessi passar nánast í hvaða rými heimilisins sem er, jafnvel undir bækur eða myndir. Viðarbrettið og riffluðu bollarnir eru einnig nýjir. mbl.is/© Søstrene Grene

Nú fara haust-nýjungar að streyma inn í verslanir  og þar eru Søstrene Grene engin undantekning. Nýjungarnar einkennast af eintómum huggulegheitum með blómamynstrum, fléttuðum körfum og keramík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.  

Diskarekki fyrir nýþvegið leirtau er á meðal þess sem við ...
Diskarekki fyrir nýþvegið leirtau er á meðal þess sem við munum sjá strax í september. Kemur einnig í svörtu. mbl.is/© Søstrene Grene
Litlar kassahillur með auka díteil á annari hliðinni. Takið eftir ...
Litlar kassahillur með auka díteil á annari hliðinni. Takið eftir að rifflunum sem eru í viðnum og hleypa smáveigis af birtu í gegn. mbl.is/© Søstrene Grene
Fléttaðar körfur til að hengja á vegginn. Frábærar undir allan ...
Fléttaðar körfur til að hengja á vegginn. Frábærar undir allan þarfan óþarfa. mbl.is/© Søstrene Grene
Ljós og lekker sporöskjulaga spegill með fléttuðum kanti.
Ljós og lekker sporöskjulaga spegill með fléttuðum kanti. mbl.is/© Søstrene Grene
mbl.is