Ertu með þessi þvottaatriði á hreinu?

Ertu að troða of miklu í vélina?
Ertu að troða of miklu í vélina? mbl.is/iStockphoto

Það finnast reglur og ráð allt í kringum okkur – líka þegar kemur að þvottavélinni.

Of mikið í vélina í einu
Nútímaþvottavélar eru yfirleitt stórar nú til dags og rúma fleiri kíló af þvotti en áður. Þrátt fyrir það eigum við til að troða allt of miklu í vélina. Með því að fylla vélina of mikið nær vatnið ekki að leika um þvottinn og hvað þá þvottaefnið.

Þvottaefni
Ertu með það á hreinu hversu mikið þvottaefni á að fara í vélina hverju sinni eða ertu í hópi þeirra sem slumpa? Þú sparar bæði peninga og umhverfið með því að nota það magn sem mælt er með.

Rétta stillingin
Það er ótrúlegt hvað við eigum það til að festast í sömu tveimur stillingunum þegar kemur að því að setja vélina í gang. Þvottavélar í dag bjóða flestallar upp á margar stillingar sem fara ýmist betur með fötin þín eða eru orkusparandi.

Hreinsun á vélinni
Þó að vélin sé að hjálpa þér að gera fötin þín hrein þá er ekki þar með sagt að hún verði ekki skítug. Það þarf að muna eftir að hreinsa skúffuna sem geymir þvottaefnið ásamt síu og tromlu. Annars mun það bitna á þvottinum og vélinni til lengri tíma.

Við verðum að passa magnið af þvottaefni sem við setjum …
Við verðum að passa magnið af þvottaefni sem við setjum í vélina - það fer betur með fötin okkar og umhverfið. mbl.is/iStockphoto
mbl.is