Mest Instagrammaða kaffihús heims

Já takk! Það er engin furða að Speedo sé vinsælasta …
Já takk! Það er engin furða að Speedo sé vinsælasta kaffihús heims í myndbirtingum á Instagram. mbl.is/Kettleblackcafe

Það hefur slegið öll met! Speedos Cafe er vinsælasta kaffihús heims hvað varðar Instagram myndir sem birtar eru af matnum og staðnum.

Speedos hefur verið tilnefnt áður sem kaffihús sem framreiðir lítríkustu rétti og drykki sem áður hafa sést. En staðurinn er staðsettur á Bondi ströndinni í Sydney sem þykir hreint út sagt dásamleg. Nafn kaffihússins er dregið frá sundfataframleiðandanum Speedo og vel við hæfi að opna slíkan stað á strönd.

Staðurinn býður meðal annars upp á pönnukökur sem eru eins og regnboginn, kaffi í tyggjólitum og útsýni yfir hafið. Vinsæl kaffihús í öðrum stórborgum eins og London, Los Angeles, Víetnam og Dubai hafa ekki náð slíkum hæðum sem þetta. En það er ekki bara maturinn sem er vinsæll að mynda heldur stillir fólk sér líka upp fyrir framan staðinn og tekur myndir til að birta á Instagram.

mbl.is/Speedocafe
mbl.is/Speedocafe
mbl.is/Speedocafe
mbl.is/Speedocafe
mbl.is/Kettleblackcafe
mbl.is