Ekta mexíkósk veisla upp á tíu

Þetta er alveg tjúllað gott!
Þetta er alveg tjúllað gott! mbl.is/Howsweeteats.com

Hola genial verdad! Eða halló frábæri réttur - sem tekur okkur með sér alla leið til Mexíkó. Þessi er alveg sá allra besti sem hugsast getur ef maginn kallar á ekta mexíkóska veislu.

Ekta mexíkósk veisla upp á tíu

Maís-salat:

  • 4 maísstönglar
  • 1 jicama, skrældur og skorinn í litla bita
  • ½ bolli kóríander, söxuð
  • 1/3 bolli vorlaukur
  • ¼ bolli mulinn cotija-ostur
  • Salt og pipar
  • ¼ tsk. chilikrydd
  • 1/8 tsk reykt papríka
  • 1 lime, safinn og börkurinn rifinn
  • Litlar tortillakökur

Hvítlauks-lime dressing:

  • ½ bolli majónes
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 1 lime, safinn

Aðferð:

  1. Hitið grillið á meðal hita. Penslið maísstönglana með ólífuolíu og saltið og piprið. Leggið á grillið og brúnið í 8-10 mínútur, munið að snúa á milli. Látið kólna aðeins.
  2. Skerið kornin af stönglunum og setjið í stóra skál ásamt jicama, kóríander, vorlauk, cotija ostinum, chili kryddi, papríkukryddi, salti og pipar. Blandið saman og bætið rifnum lime berki og safa saman við.
  3. Dressing: Blandið öllum hráefnum saman.
  4. Setjið dressingu ofan á hverja tortilla og leggið nokkrar skeiðar af maíssalatinu yfir. Bætið við meiri dressingu ef vill og toppið með cotija osti og kóríander.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert