Gestir fá að smakka brauðterturnar

Erla Hlynsdóttir er þriðji dómarinn og þykir sérlega fróð um …
Erla Hlynsdóttir er þriðji dómarinn og þykir sérlega fróð um brauðtertur. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

Eins og alþjóð veit fer fram hádramatísk og geypilega metnaðarfull keppni í brauðtertugerð á Menningarnótt. Tveir dómarar hafa þegar verið kunngjörðir; þau Siggi Hall og Margrét Sigfúsdóttir, en auk þeirra mun Erla Hlynsdóttir dæma en hún býr yfir afburðasérþekkingu á brauðtertum enda annar stofnandi Brauðtertufélagsins Erla & Erla sem nýtur mikilla vinsælda á Facebook.

Keppnin hefst að sögn Erlu kl. 14 en þá geta gestir skoðað terturnar á meðan dómnefnd er að störfum. Það ætti að taka um klukkustund eða svo en þegar úrslitin hafa verið kunngjörð fá gestir að gæða sér á brauðtertunum. Tuttugu tertur taka þátt í keppninni en lokað var fyrir skráningu fyrir nokkru síðan.

Búast má við fjölmenni enda er þetta ein skemmtilegasta uppákoman sem haldin verður á Menningarnótt en keppn­inn fram í Lista­safni Reykja­vík­ur.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is