Jenna Jameson hjálpar fólki að byrja á ketó

Jenna Jameson
Jenna Jameson mbl.is/Katy Winn/Getty Images for IMG

Ketó drottningin Jenna Jameson segist fá endalausar spurningar frá fólki sem vilji byrja á ketó en kunni ekki að bera sig að. Hér sé hún með lista sem fólk geti farið eftir.

<strong>Tæmdu ísskápinn og hreinsaðu úr skápunum.</strong>

Losaðu þig við alla unna matvöru, öll kolvetni, sykur og ekki gleyma því hvað sykur getur verið falinn undir mörgum dulnefninu high fructoctose corn syrup.

<strong>Verslaðu.</strong>

Þetta er lang skemmtilegasti hlutinn. Hér máttu kaupa eins mikið af salati, steikum og villtum laxi. Egg og smjör eru núna vinur þinn.

<strong>Fáðu stuðning.</strong>

Það er erfitt að gera þetta ein/n. Fáðu aðra meðlimi fjölskyldunnar til að taka þátt í mataræðinu enda geta þau öll grætt á því. Ég sýð venjulega brún hrísgrjón eða pasta fyrir dóttur mína. Ef að maki þinn vill ekki taka þátt biddu hann þá um að taka að minnsta kosti tillit til þín og styðja þig.

<strong>Vertu jákvæð/ur.</strong>

Það skitpir máli. Þetta á ekki að vera erfitt. Hugsaðu um hvað þú ert að gera líkamanum gott og vertu stolt/ur. 

<strong>Þetta er ekki enn eitt áramótaheitið heldur lífstílsbreyting.</strong>

Ketó er lífstíll sem hjálpar líkamanum jafnt sem huganum. 

<strong>Finndu fyrirmyndir.</strong>

Eltu ketó kónga og drottningar á netinu. Uppáhaldi Jennu er “ketoguido.

<strong>Þolinmæði þrautir vinnur.</strong>

Þetta er þolinmæðisvinna. Líkamar fólks bregðast misjafnlega við. Fyrstu 20 kílóin mín fóru frekar hratt og síðan hætti ég að léttast. Ég varð í kjölfarið að byrja að fasta til að kljúfa þann múr. 

<strong>Leyfðu líkamanum að aðlagast.</strong>

Ekki óttast ketóflensuna. Drekktu nóg af vökva, saltau matinn og hvíldu þig vel. 

<strong>Ef þú ert ekki viss, spurðu!</strong>

Leitarvélar eru vinur þinn. Ef þú ert ekki viss um kolvetnainnihald er ekkert mál að gúggla það. 

<strong>Lestu og lestu meira.</strong>

Alltaf lesa miðana. Þú færð áfall þegar þú áttar þig á því hversu mikið af mat inniheldur kartöflusterkju. 

Jenna Jameson hefur greinilega verið dugleg að undirbúa sig fyrir …
Jenna Jameson hefur greinilega verið dugleg að undirbúa sig fyrir lífstílsbreytinguna því það er til gríðalegur fjöldi af henni í svokölluðum „fyrir" pósum. mbl.is/Instagram
mbl.is