Partýmaturinn sem gerir allt vitlaust

mbl.is/Berglind Hreiðars

Þessi uppskrift er svo girnileg að hún ætti að vera skrifuð í hástöfum. Við erum að tala um jalapenjo sem er búið að fylla með rjómaosti og vefja inn í beikon.

Þarf eitthvað meira?

Það er snillingurinn hún Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld og við segjum bara halelúja!

Fyllt jalapeno

  • Jalapeno eftir smekk
  • Rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
  • Beikonsneiðar

Aðferð:

Skerið jalapeno til helminga og fjarlægið fræin innan úr þeim.

Sléttfyllið með rjómaosti.

Vefjið einni beikonsneið utan um hvert jalapeno og raðið á bökunarplötu.

Bakið í ofni við 200°C þar til beikonið verður dökkt og stökkt (15-20 mín).

Þetta er dásamlegt snarl, smáréttur í veislu eða sem meðlæti með öðrum mat.

mbl.is/Berglind Hreiðars
mbl.is