Frussar sturtuhausinn þinn?

Kemur bunan úr sturtuhausinum þínum svona fínt niður?
Kemur bunan úr sturtuhausinum þínum svona fínt niður? mbl.is/Getty Images

Kannastu við að fara í sturtu og vatnið spýtist í allar áttir en ekki beint niður – næstum eins og það sé stjórnlaust? Þá er mjög líklegt að litlu götin sem hleypa vatninu í gegn séu full af kalki sem hindrar vatnsflæðið.

En engar áhyggjur því við kunnum ráð við flestöllum vandamálum sem tengjast þrifum á heimilinu.

  • Þurrkaðu eins mikið og þú getur af litlu götunum sem vatnið rennur í gegnum, með mjúkum svampi.
  • Ef ráðið að ofan virkar ekki getur þú hellt um 1 bolla af ediki í poka og bundið utan um sturtuhausinn svo „götin“ liggi í bleyti. Leyfðu þessu að standa í 15-20 mínútur, jafnvel klukkutíma ef hausinn er mikið kalkaður.
  • Fjarlægið pokann og látið heitt vatn renna í gegnum sturtuhausinn – og hann verður eins og nýr!
mbl.is/Getty Images
mbl.is