Ostakaka sem er ekkert vesen

mbl.is/María Gomez

Ég viðurkenni það að ég elska svona uppskriftir eins og þessa, því hana er rosalega auðvelt að gera og ekkert vesen í kringum hana. Hér þarf ekki mörg hráefni, bara nokkur af þeim bestu eins og rjóma, rjómaost og fersk ber, segir María Gomez á Paz.is um þessa dásemdarköku sem allir ættu að elska.

Ostakaka Lions kvenna

Botn:

  • 240 gr Homeblest (pakkinn er 300 gr takið 4 kökur úr)
  • 60 gr smjörlíki eða smjör

Fylling:

  • 400 gr rjómaostur
  • 1/2 líter rjómi
  • 3 dl flórsykur

Ofan á:

  • Fersk bláber
  • Fersk jarðaber
  • Súkkulaðispænir (val)

Aðferð:

  1. Myljið kexið í blandara eða setjið í poka og berjið með kefli þar til orðið alveg að mylsnu
  2. Bræðið smjör/líki og blandið við kexið
  3. Þjappið ofan í eldfast mót en best er að nota form eða mót fyrir kökuna, þ.e ekki sem á að taka hana úr
  4. Þeytið næst rjómaost og flórsykur saman og þeytið svo rjómann sér
  5. Blandið svo ofurvarlega saman, með sleikju, þeytta rjómanum og rjómaostinum þar til orðið vel blandað saman
  6. Setjið svo ostablönduna yfir kexmylsnuna jafnt yfir allt varlega
  7. Skerið svo niður ber og dreifið jafnt yfir kökuna
  8. Mér finnst rosa gott að setja smá súkkulaðispænir yfir allt en þess þarf ekki
  9. Hægt er að bera strax fram en best er að kæla hana í eins og eina klst í ísskáp áður en hún er borin fram jafnvel lengur
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert