Sjúkleg grænmetisbaka með geitaosti

Bökur eru frábærar - líka sem kvöldmatur.
Bökur eru frábærar - líka sem kvöldmatur. mbl.is/Betina Hastoft

Ein alveg frábær baka hér á ferð með grænmetisfyllingu og toppuð með geitaosti undir lokin. Þær gerast ekki mikið betri en þessi.

Gómsæt grænmetisbaka með geitaosti

Deig:

  • 100 g kalt smjör
  • 200 g hveiti
  • 1 egg
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. hörfræ

Fylling:

  • 10 grænir aspas
  • 4 litlar gulrætur
  • 100 g fennel
  • 100 g brokkolí
  • 1 rauðlaukur
  • 2 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Oregano

Annað:

  • 100 g geitaostur
  • Púrrlaukur

Aðferð:

Deig:

  1. Blandið smjöri og hveiti saman í matvinnsluvél þar til það „krumlar“. Bætið eggi, salti og hörfræjum út í og blandið saman.
  2. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið í kæli í 1,5 tíma.
  3. Hitið ofninn á 200°C. Rúllið deiginu út á hveitilagt borð og leggið því næst deigið í smurt tertuform. Stingið í deigið með gaffli.
  4. Setjið álpappír meðfram forminu svo það styðji við deigið á meðan það er í ofninum. Bakið í ofni í 10 mínútur.

Fylling:

  1. Brjótið neðsa hlutann af aspasinum og skerið aspasinn ásamt gulrætur langsum.
  2. Skerið fennelinn í þunnar skífur. Skerið brokkolíið í litla bita. Skerið rauðlaukinn í þunna báta.
  3. Veltið grænmetinu upp úr olíu og kryddum og dreifið þeim yfir forbakaða botninn. Bakið í ofni í 20 mínútur.

Samsetning:

  1. Takið bökuna úr ofni og leggið litla geitaostbita yfir. Skreytið með söxuðum púrrlauk og berið fram strax.
Þetta fólk elskar bökur.
Þetta fólk elskar bökur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert