Uppskrift að dásemdar flatbrauði

Það er lítið mál að baka sjálfur flatbrauð sem eru …
Það er lítið mál að baka sjálfur flatbrauð sem eru frábært meðlæti eða léttur réttur. mbl.is/frederikkewærens.dk

Flatbrauð eru auðveld í framkvæmd og henta bæði sem meðlæti eða sem léttur og þá jafnvel með parmaskinku, nýrifnum parmesan og góðu pestói. Þessi flatbrauð eru hnoðuð í hrærivél en það má alveg hnoða sjálfur á borði. Flatbrauðin haldast safarík og góð ef þú pakkar þeim inn í viskastykki.

Svona bakar þú dásemdar flatbrauð (10 stk)

  • 15 g ger
  • 2,5 dl vatn
  • 1 msk. jógúrt eða sýrður rjómi
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk. sykur
  • 450 g hveiti

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í vatni. Bætið jógúrtinni saman við og hrærið í. Bætið salti og sykri út í og bætið hveitinu saman við smátt og smátt. Hnoðið þar til deigið losnar frá skálinni. Látið hefast í skálinni í 1 tíma undir viskastykki.
  2. Skiptið deiginu upp í 10 jafn stóra hluta. Rúllið hverri bolli flatt út á hveitilagt borð.
  3. Hitið pönnu á háan hita. Steikið flatbrauðin, eitt í einu, í sirka 1 mínútu á hvorri hlið. Fylgist vel með brauðinu á pönnunni þar sem það getur auðveldlega brunnið.
  4. Pakkið brauðinu inn í viskastykki til að þau haldist betur.
mbl.is/frederikkewærens.dk
mbl.is/frederikkewærens.dk
mbl.is/frederikkewærens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert