Vikumatseðillinn er mættur!

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Skólarnir eru byrjaðir og ekki seinna vænna en að koma lífinu - og þar af leiðandi mataræðinu - í fastar skorður. Hér gefur að líta vikumatseðil sem er fullkominn að því leyti að allir réttir á honum eru fremur einfaldir sem er ágætt þegar við erum að koma okkur í gírinn.

Mánudagur:

Það er gott að byrja á einföldum fiskrétti sem öllum í fjölskyldunni ætti að líka vel við.

Þriðjudagur:

Þetta er vandaðari gerðin af þriðjudagsdekri þar sem mexíkósk matargerð er í forgrunni. Algjör sprengja úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti.is sem þið verðið að prófa.

Miðvikudagur:

Miðvikudagar eru fínir dagar til að innbyrða færri hitaeiningar en flesta aðra daga. Það þýðir að maður á inni fyrir helgina og hver vill ekki vera í bullandi hitaeiningaplús?

Fimmtudagur:

Þessi kjúklingaréttur er það sem myndi kallast hin fullkomna byrjun á helginni. Það er fátt betra en kjúklingur og mangó chutney blandað saman og hér tekst það fullkomlega!!!

Föstudagur:

Það er fösssari... og þá fær maður sér pítsu. Það er ekkert flóknara en það. Þessi ku sú besta norðan Alpafjalla. Það er ógerningur að keppa við það. 

Laugadagur:

Við getum ekki hætt að dásama flanksteik enda er hún algjörlega frábær. Þessi útgáfa frá Lækninum í eldhúsinu er spennandi og vel þess virði að prófa. 

Sunnudagur:

Við ákváðum að enda á kjarngóðri máltíð fyrir komandi viku og hvað er betra en trylltar kjötbollur? Það er alla vega spennandi að sjá hvað gerist við matarborðið...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert