Kjúklingasúpa á ítalska vísu

Súpa sem yljar manni þegar byrjar að hausta.
Súpa sem yljar manni þegar byrjar að hausta. mbl.is/Winnie Methmann

Kjúklingasúpur eru ómissandi á matarborðið einu sinni yfir vikuna. Þessi hér er á ítalska vísu með kjúkling og grænmeti sem yljar kroppinn þegar lægðin gengur yfir landið.

Kjúklingasúpa á ítalska vísu (fyrir 4)

  • 500 g kjúklingabringur frá Ali
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 2 blaðlaukar
  • 1 msk. ólífuolía
  • sellerírót
  • 3 stórar gulrætur
  • 1,5 L grænmetiskraftur
  • 200 g makkarónur
  • 2,5 dl rjómi
  • 500 g ferskt spínat
  • 300 g frosnar baunir
  • 1 sítróna
  • salt og pipar
  • handfylli fersk steinselja

Aðferð:

  1. Pressið hvítlaukinn og skerið blaðlaukinn í þunnar skífur. Steikið laukana upp úr ólífuolíu í stórum potti.
  2. Hreinsið og skerið sellerírótina í teninga. Skrælið gulræturnar og skerið í skífur. Steikið hvoru tveggja í pottinum í nokkrar mínútur.
  3. Bætið við grænmetiskrafti og setjið kjúklinginn út í pottinn - látið súpuna sjóða í 20 mínútur þar til grænmetið er orðið mjúkt og kjúklingurinn gegnumsteiktur.
  4. Takið kjúklinginn upp úr pottinum og rífið hann með tveimur göfflum.
  5. Setjið makkarónurnar í pottinn og látið sjóða þar til al dente.
  6. Bætið þá kjúklingnum aftur út í ásamt spínati og frosnum baunum. Hrærið í þar til spínatið hefur fallið saman.
  7. Smakkið til með nýpressuðum sítrónusafa, salti og pipar.
  8. Berið fram með saxaðri steinselju.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert