STICKS frá Johan Bülow fær toppeinkunn

STICKS frá Johan Bülow er algört lostæti að sögn lakkrísunnenda.
STICKS frá Johan Bülow er algört lostæti að sögn lakkrísunnenda. mbl.is/Johan Bülow

Það var síðastliðið vor sem Johan Bülow kastaði fram nýjung sem bar nafnið STICKS. Þar er lakkrísinn soðinn til lengri tíma og bragðið fer með okkur aftur til þess tíma er Bülow opnaði sína fyrstu lakkrísverslun árið 2007 í Bornholm í Danmörku.

Lakkrísinn fær karamelluseraðan keim og er hreint út sagt stórkostlegur á bragðið – segja menn og konur sem elska lakkrís og vita hvað þau tala um.

Þar sem viðbrögðin voru þetta góð við STICKS hefur Bülow hafið framleiðslu á fullu á lakkrísinum og þá með endurbættum umbúðum. Í dag eru umbúðirnar aðallega búnar til úr plöntuefnum og ekki nóg með það, þá er um 20% meira magn af lakkrís í hverju STICKS-i.

mbl.is/Johan Bülow
mbl.is/Johan Bülow
mbl.is