Svona vakúmpakkar þú mat á einfaldan hátt

Það má vakúmpakka mat án þess að notast við stóra …
Það má vakúmpakka mat án þess að notast við stóra græju. mbl.is/iStockphoto

Við þurfum ekki alltaf að eiga allar heimsins græjur í eldhússkápunum þegar til eru einfaldar lausnir sem gera nákvæmlega það sama og mörg þúsund króna græjan – sama hver hún er.

Ef þú vakúmpakkar mat endist hann lengur og næringarefnin haldast á sínum stað. En vakúmgræja getur verið ansi fyrirferðamikil og því óþarfi að eyða peningum og plássi í slíkt þegar önnur lausn er til.

Það sem til þarf:

  • Stór skál með köldu vatni.
  • Frystipoki með zip-lokun.

Aðferð:

  1. Settu matinn í frystipokann og lokaðu pokanum næstum alveg, skildu eftir sirka 2 cm op. Þetta litla op mun hleypa restinni af loftinu út á eftir.
  2. Settu pokann í skálina með vatninu og þá mun loftið fara sjálfkrafa úr pokanum. Þegar allt loftið er komið úr pokanum skaltu loka honum alveg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert