Morgunbrauð með kókoskremi og ávöxtum

Fræbært að byrja daginn á þessu brauði.
Fræbært að byrja daginn á þessu brauði. mbl.is/Kærehjem.dk

Þessi blanda er ein sú besta sem við höfum smakkað í lengri tíma. Kókos, bananar og bláber eru það besta sem þú getur fóðrað magann með að morgni eða borið fram sem bröns.

Morgunbrauð með kókoskremi og ávöxtum

  • 2 súrdeigsbrauðsneiðar
  • ½ dós kókosmjólk (feiti hlutinn sem liggur efst á toppnum)
  • ½ plóma
  • ½ banani
  • handfylli bláber
  • handfylli granóla

Aðferð:

  1. Setjið kókosmjólkina í kæli kvöldið áður en þið notið hana til að fitan skilji sig frá mjólkinni.
  2. Opnið dósina og skafið kremaða hlutann frá og smyrjið á brauðsneiðarnar.
  3. Skerið plómu og banana í skífur og leggið á brauðið.
  4. Raðið bláberjunum á brauðið og dreifið granóla yfir.
mbl.is