Beyond meat-hamborgarar komnir á Kröst

Þeir gerast ekki mikið girnilegri.
Þeir gerast ekki mikið girnilegri. mbl.is/Kröst

Frá og með deginum í dag verður hægt að fá veganborgara frá bandaríska fyrirtækinu Beyond meat á vetingastaðnum Kröst á Hlemmi Mathöll. Þetta er í fyrsta sinn sem vara frá Beyond meat fæst á íslenskum veitingastað en vörurnar innihalda engar dýraafurðir. 

„Við erum virkilega spennt fyrir því að bjóða upp á borgara frá Beyond meat hér á Kröst. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga viðskiptavina okkar á veganréttum og treysti ég því að vel verði tekið í þetta. Beyond meat er spennandi fyrirtæki sem framleiðir fjölbreytta matvöru og allt án dýraafurða. Með þessu verða þrír veganréttir á matseðli Kröst en við erum stöðugt að reyna að auka val grænkera hjá okkur,“ segir Böðvar Lemacks, yfirkokkur á Kröst.

Beyond meat var stofnað árið 2009 í Los Angeles af frumkvöðlinum Ethan Brown. Fyrirtækið hefur vaxið gífurlega síðustu ár og eru starfsmenn þess nú 400 talsins. Beyond meat er metið á 11,7 milljarða bandaríkjadala í Nasdaq-kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.

Borgarinn á Kröst er með veganosti, veganmajonesi, grænmeti og Kröst-tómatsósu.

Böðvar Lemacks, yfirkokkur á Kröst.
Böðvar Lemacks, yfirkokkur á Kröst. mbl.is/Kröst
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert