Svona færðu heimilið til að ilma

Eitt besta trix allra tíma er að láta ryksuguna dreyfa …
Eitt besta trix allra tíma er að láta ryksuguna dreyfa góðum ilmi um húsið. mbl.is/iStock

Ryksugan er eitt mesta tryllitækið á heimilinu og hjálpar manni að halda húsinu hreinu. En hvernig væri að láta hana dreifa góðum ilmi um húsið? Þá þurfum við að leita fyrst í skúffurnar í eldhúsinu áður en við höldum lengra.

Eitt mesta snilldarráð allra tíma er að draga fram vanillusykur og strá nokkrum teskeiðum á gólfið. Þú einfaldlega ryksugar svo vanillusykurinn upp og „hókus-pókus“; ilmurinn mun dreifast um heimilið.

Nú ef þú ert ekkert sérstaklega hrifinn af vanilluilminum þá má gera slíkt hið sama með kanil eða brjóta niður nokkur þurr lavenderblöð eða uppáhaldssápustykkið þitt og láta ryksuguna sjá um rest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert