Svona mýkir þú smjör án þess að bræða það

Það tekur um 2 mínútur að mýkja upp smjör með …
Það tekur um 2 mínútur að mýkja upp smjör með einföldu ráði. mbl.is/Times of India

Það getur tekið heila eilífð að mýkja upp smjörklump úr ísskápnum sem gleymdist að taka út í tæka tíð.

Til þess að mýkja upp smjör er ofureinfalt ráð í boði sem við verðum að deila með ykkur.

  • Taktu fram venjulegt glas og settu smjörbita á disk.
  • Hitaðu glasið undir sjóðandi heitu vatni eða fylltu það af heitu vatni. Gætir jafnvel hitað það í örbylgjuofninum.
  • Ef vatn var í glasinu skuluð þið hella því úr og leggja glasið á hvolf yfir smjörbitann.
  • Látið standa í tvær mínútur og smjörið mun mýkjast til muna.
Heitt glas yfir smjörklumpinn er allt sem til þarf.
Heitt glas yfir smjörklumpinn er allt sem til þarf. mbl.is/timesofindia.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert