Besti maturinn til að taka með í flug

mbl.is/Colourbox

Þú ert að fara í flug og veist að þú verður fastur um borð í þröngri vél næstu klukkutímana. Það er ekki á vísan að róa með veitingar um borð og því er eins gott að taka eitthvað með sér. En hvað er besta flugnestið?

Það gefur eiginlega augaleið að allt sem þarf sérstaka meðhöndlun, þarf að hita, setja saman, setja sósu á eða krydda er ekki nógu snjallt.

Þess í stað skaltu taka með þér nóg af snarli.

  • Þurrkaða ávexti
  • Próteinstykki
  • Hnetur
  • Samlokur
  • Gulrætur (þótt maður verði aldrei saddur af þeim þá eru þær svo góðar)

Fjöldi fyrirtækja framleiðir nokkurs konar ferðamat eins og til dæmis Delicious Ella sem er með orkukúlur fyrir fólk á ferð og flugi. Sambærilegar vörur eru sniðugar.

Hafðu í huga að allt sem getur sullast, ofnhitnað, blotnað eða skemmst er ekki gott.

Svo má heldur ekki gleyma sykrinum því margir vita fátt betra en að laumast í smá sætindi í flugi eða þá salt. Líkaminn þornar líka upp í flugi og því er eins gott að hafa nóg að drekka. Vertu með fullan brúsa af vatni meðferðis og alls ekki reiða þig á dósir sem ekki er hægt að loka. Vertu með eins mikinn vökva og þú mátt koma með um borð og ekki er verra ef þú ert með drykk á borð við Gatorade sem inniheldur steinefni og annað hollt fyrir líkamann.

mbl.is