Hinar fullkomnu nestisbollur

Geggjaðar gulrótarbollur sem eru fullkomnar í nestispakkann.
Geggjaðar gulrótarbollur sem eru fullkomnar í nestispakkann. mbl.is/alt.dk

Stórkostlegar gulrótarbollur sem henta vel í nestisboxið hjá krökkum og fullorðnum. Þessar eru alveg geggjaðar – nýbakaðar og safaríkar.

Nýbakaðar og safaríkar gulrótarbollur (14 stk)

 • 5 dl vatn
 • 50 g ger
 • 1 dl kaldpressuð rapsolía
 • 1 msk. salt
 • 2 msk. sykur
 • 300 g gróft spelthveiti
 • 500 g hveiti
 • 3 egg (eitt til penslunar)
 • 200 g rifnar gulrætur
 • 100 g sólblómafræ

Aðferð:

 1. Setjið vatn í skál og leysið upp gerið. Bætið olíu saman við ásamt salti, sykri og spelthveitinu.
 2. Bætið hveitinu út í deigið og haldið áfram að hnoða þar til deigið verður slétt og fínt.
 3. Setjið deigið til hliðar og látið hefast undir viskastykki á volgum stað í 1 tíma.
 4. Leggið deigið á borðplötuna með smá hveiti undir og hnoðið örlítið. Leggið aftur í skálina.
 5. Bætið eggjum, rifnum gulrótum og sólblómafræjum út í skálina og hnoðið áfram. Deigið ætti nú að vera vel klístrað.
 6. Skiptið deiginu upp í 14 „klumpa“ og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
 7. Látið bollurnar hefast á volgum stað í 30 mínútur.
 8. Ýtið örlítið á deigið þannig að deigið fletjist út.
 9. Penslið með pískuðu eggi og bakið við 225°C í 15 mínútur.
mbl.is