Mannasiðirnir sem margir klikka á

mbl.is/Colourbox

Það eru æði margir sem telja sig nokkuð vel að sér í mannasiðum en eru það bara alls ekki. Einn þessara siða er notkun fólks á munnþurrku eða servíettu og getur hún vafist fyrir fólki.

Grundvallarmunur er á munnþurrku og servíettu. Munnþurrka er úr taui, er fjölnota og sett í þvott eftir notkun. Er almennt notuð spari og á tyllidögum er hún straujuð.

Servíettur eru hins vegar úr pappír og fara beint í ruslið að notkun lokinni.

Mun frjálslegri reglur eru um servíettur en munnþurrkur en þó er stranglega bannað að nota þær til að snýta sér. Magur virðist nefnilega rugla saman vasaklút og munnþurrku en þetta eru tveir aðskildir efnisbútar.

Munið því: Aldrei að snýta sér í servíettu eða munnþurrku.

mbl.is