Ómótstæðilegt salat að hætti Ellu

mbl.is/Delicious Ella
Jarðskokkar eru algjört sælgæti en margir veigra sér þó við að nota þá. Kannski er það af því að þeir hafa ekki verið algengir hér á landi eða áberandi í hefðbundinni matargerð.
Því ber þó að breyta og það er fátt betra en vel eldað jarðskokkagóðgæti. Hér gefur að líta uppskrift úr smiðju Ellu Mills og hún er algjörlega geggjuð.
Ómótstæðilegir ætiþistlar Ellu
  • 6 jarðskokkar
  • 250 g grænkál, rifið
  • handfylli af rúsínum
  • handfylli af ristuðum heslihneturm
  • sletta af ólífuolíu
  • 1 msk. hlynsíróp
  • klípa af sjávarsalti
Aðferð:
  1. Stillið ofninn á 180°C og blástur.
  2. Byrjið á því að hreinsa jarðskokkana vel undir köldu vatni. Skerið þá því næst í sneiðar (hvern skokk í 3-4 sneiðar) og setjið í eldfast mót. Sullið ólífuolíu undir og yfir og saltið og piprið.
  3. Bakið í 30-35 mínútur uns þeir eru orðnir stökkir að utan og mjúkir að innan.
  4. Setjið grænkál í eldfasta mótið, saxaðar heslihnetur og rúsínur. Setjið inn í ofn og bakið í 5-10 mínútur.
  5. Setjið jarðskokka og grænkál í stóra skál ásamt heslihnetum og rúsínum. Búið til dressingu með því að blanda saman 1 msk. af ólífuolíu og 1 msk. af hlynsírópi ásamt salti.
  6. Hrærið dressinguna saman við salatið og berið fram.
mbl.is/Delicious Ella
mbl.is/Delicious Ella
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert